mobile navigation trigger mobile search trigger
01.09.2023

Regnbogafánum stolið

Enn og aftur hafa regnbogafánar verið teknir niður við skrifstofu fjölskyldusviðs og smábátahöfnina á Reyðarfirði. 

Regnbogafánum stolið

Regnbogafánar sem blöktu við skrifstofur Fjarðabyggðar við Búðareyri 2 og smábátahöfnina á Reyðarfirði var stolið í nótt. Fánarnir blakta til stuðnings hinsegin samfélagsins. Því miður er þetta verða æ algengar að fánar eru rifnir niður og er sönnun þess hversu mikilvæg þessi barátta er til stuðnings hinsegin samfélaginu. 

Til stóð að taka niður fána nú um mánaðarmótin en vegna þessara atburða munum við halda áfram að flagga regnbogafánanum. 

Þess má geta að fyrir hvern fána sem tekinn er niður er keyptur nýr fáni til styrktar hinsegin samfélaginu. Nýjir fánar munu svo fara upp um leið og þeir berast. 

Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.

Frétta og viðburðayfirlit