mobile navigation trigger mobile search trigger
05.11.2021

Rýmingarskiltum dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra útbjó rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið var borið í öll hús á Seyðisfirði fyrr á þessu ári. Næstu daga mun samskonar rýmingarskiltum vera dreift í öll hús á Eskifirði og í Neskaupstað sem lið í almannavörnum.

Rýmingarskiltum dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað

Á skiltinu eru leiðbeiningar um að hverju skuli huga við rýmingu, hvað sé mikilvægt að taka með komi til rýmingar, hver tekur ákvörðun um rýmingu, afléttingu hennar og fleiri hagnýtar upplýsingar.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér þær upplýsingar sem fram koma á skiltinu og geyma það vel. Ef til rýmingar kemur á að setja skiltið í glugga eða á áberandi stað og gefa þannig lögreglu og hjálparsveitum þær upplýsingar og fullvissu um að hús hafi verið rýmt.

Hægt er að nálgast skiltið á vef almannavarna og þar má einnig nálgast það á ensku og pólsku.

Frétta og viðburðayfirlit