mobile navigation trigger mobile search trigger
10.03.2023

Sameiginlegur fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs

Fyrsti sameiginlegi fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs var haldinn miðvikudaginn 8. mars. Í erindisbréfi ungmennaráðs er gert ráð fyrir einum sameiginlegum fundi á ári með fræðslunefnd og tókst þessi fyrsti fundur vel og mikil ánægja var með samstarfið.

Sameiginlegur fundur fræðslunefndar og ungmennaráðs
Ungmennaráð ásamt nefndarfólki Fræðslunefndar og starfsfólki fjölskyldusvið Fjarðabyggðar

Þrjú mál voru á dagskrá fundarins, skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla 2023-2024, úthlutunarreglur kennslutímamagns til grunnskóla og Barnvænt sveitarfélag, þar sem gerð var grein fyrir  vel heppnuðu ungmennaþingi sem haldið var í Fjarðabyggð 1. mars.  Líflegar og uppbyggilegar umræður áttu sér stað á fundinum um alla dagskrárliði og mikill hugur í fólki.

Frétta og viðburðayfirlit