mobile navigation trigger mobile search trigger
16.02.2015

Sendiherra Kanada á ferð um Fjarðabyggð

Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, hefur ferðast vítt og breitt um Fjarðabyggð á undanförnum dögum. Hér má sjá sendiherrann ásamt Pétri Sörenssyni, sem sýndi sendiherranum í Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði í dag.

Sendiherra Kanada á ferð um Fjarðabyggð
Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi og Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar, á Íslenska stríðsárasafninu í dag. Eftir að hafa skoðað safnið fór sendiherrann í kirkjugarðinn á Reyðarfirði, þar sem kanadískir hermaður var lagður til hinstu hvílu á árum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, hefur ferðast vítt og breitt um Fjarðabyggð á undanförnum dögum, en hann er staddur hér á eigin vegum í stuttu fríi.

Í dag kynnti hann sér m.a. starfsemi Alcoa Fjarðaáls og uppbyggingu á vegum franska verkefnisins á Fáskrúðsfirði. Sendiherrann heimsótti einnig Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði og kom við á Íslenska striðsárasafninu á Reyðarfirði, en kanadískar hersveitir voru hluti af setuliði bandamanna á Austurlandi í síðari heimsstyrjöldinni.

Þá átti sendiherrann fund í dag með bæjarráði Fjarðabyggðar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra atvinnumála, en kanadísk stjórnvöld hafa látið talsvert að sér kveða í málefnum Norðurslóða.

Helginni varði sendiherrann í Neskaupstað og hafði m.a. ætlað sér á skíði í Oddsskarði en varð að hverfa frá því vegna veðurs. Hann heldur aftur heim á leið á morgun.

Hér að neðan má sjá sendiherrann annars vegar við leiði kanadíska hermannsins sem hvílir í kirkjugarði Reyðarfjarðar og hins vegar í Alcoa Fjarðaáli ásamt Hilmar Sigurbjörnssyni, mannauðsteymi Fjarðaáls og Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, markaðs- og upplýsingafulltrúa.  (Ljósm. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir).

Fleiri myndir:
Sendiherra Kanada á ferð um Fjarðabyggð
Sendiherra Kanada á ferð um Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit