mobile navigation trigger mobile search trigger
31.01.2015

Sigurinn í tæknilegó keppninni til Fjarðabyggðar

Grunnskóli Reyðarfjarðar sigraði í dag í tækni-og hönnunarkeppni grunnskólanna FIRST LEGO League. Þá hlaut Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar verðlaunin fyrir bestu lausn í hönnun og forritun vélmennis.

Sigurinn í tæknilegó keppninni til Fjarðabyggðar
Hér má sjá 1 + 9 á lokaæfingu fyrir keppnina, sem fram fór í Háskólabíói í dag.

Einn + níu, lið Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði í dag í tækni-og hönnunarkeppni grunnskólanema FIRST LEGO League. Alls tóku þrjú lið frá grunnskólum Fjarðabyggðar þátt í keppninni í ár, eða frá Grunnskóla Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.

Þá sigraði lið Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í flokknum Besta lausn í hönnun og forritun vélmennis. Er því óhætt að segja að krökkunum úr Fjarðabyggð hafi gengið að óskum í keppninni.

Með sigrinum tryggði 1 + 9 sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti FIRST LEGO League í St. Louis í Bandaríkjunum í vor. Heiti liðsins vísar til þess að í liðinu er einn strákur og níu stelpur.

Alls tóku 18 lið víðs vegar af landinu þátt í keppninni sem fór fram í Háskólabíói í dag. Í hverju liði voru á bilinu 6-10 manns á aldrinum 9-16 ára og voru þátttakendur því hátt í 200 talsins.

Þema keppninnar í ár var „Skóli framtíðarinnar“ og þurftu keppendur meðal annars að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Mindstorms-legói.

Þegar stigin í keppninni höfðu verið talin reyndist liðið Einn + níu sigurvegari. Í viðurkenningarskyni fyrir sigurinn hlaut liðið forláta LEGO-bikar og 150 þúsund króna úttekt frá aðalbakhjarli keppninnar, Nýherja, auk áðurnefnds þátttökuréttar í Bandaríkjunum.

Verðlaun voru veitt í eftirfarandi flokkum:

Besta lausn í hönnun og forritun vélmennis: LegóFásk úr Gunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Besta dagbókin: Gemsarnir úr Grunnskóla Hornafjarðar.

Vélmennakapphlaup: Lið Breiðholtsskóla.

Sjá frétt á visir.is

Nánar um First Lego League grunnskólakeppnina á vef Háskóla Íslands

Tengt efni

Fleiri myndir:
Sigurinn í tæknilegó keppninni til Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit