mobile navigation trigger mobile search trigger
10.07.2015

Skemmtum okkur um alla Fjarðabyggð í sumar

Sumarið er tími hátíðanna í Fjarðabyggð. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, hvetur Fjarðabúa til að fylgjast með því sem er á döfinni í sveitarfélaginu og taka þátt. Nálgast má upplýsingar um viðburði og margt fleira á visitfjardabyggd.is.

Skemmtum okkur um alla Fjarðabyggð í sumar
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri

Framundan eru skemmtilegir viðburðir, eins og fjölskylduvænu sumarhátíðirnar Franskir dagar og Neistaflug og nýlokið er alþjóðlegu rokkhátíðinni Eistnaflug og Pólarhátíðinni, sem vöktu verðskuldaða athygli.

Í Tónlistarmiðstöð Austurlands og Sköpunarmiðstöðinni verður einnig ýmislegt spennandi á döfinni í sumar og margt fleira mætti nefna. Þá ber að þakka þær glæsilegu hátíðir sem eru að baki eins og sjómannadaginn, 17. júní hátíðarhöldin, hernámsdaginn, nýja bryggjuhátíð og síðast en ekki síst gönguviku allra landsmanna Á fætur í Fjarðabyggð.

Á nýjum þjónustuvef sveitarfélagsins visitfjardabyggd.is má nálgast á einum stað upplýsingar um viðburði í Fjarðabyggð. Mikilvægt er að vekja athygli á þessum glæsilega vef utan Fjarðabyggðar og síðan er upplagt fyrir okkur hér heima að fylgjast með því sem er í boði og taka þátt. Kjörið er að koma við í leiðinni á frábæru söfnunum okkar í Fjarðabyggð, fara í sund, taka einn hring í golfi eða ganga á okkar fallegu fjöll. Þá hafa veitingastaðir í Fjarðabyggð aldrei verið fleiri eða glæsilegri. Tækifærin í Fjarðabyggð til að njóta lífsins ru fjölmörg og spennandi.

Skemmtum okkur um alla Fjarðabyggð í sumar.

Góða skemmtun,

Páll Björgvin, bæjarstjóri

Upplifðu sumarið í Fjarðabyggð.pdf

Frétta og viðburðayfirlit