mobile navigation trigger mobile search trigger
09.03.2016

Skilaboð frá Rafveitu Reyðarfjarðar

Vegna fyrirspurna varðandi reikninga í febrúar með gjalddaga 1. mars 2016 vill Rafveita Reyðarfjarðar koma á framfæri eftirfarandi:

Skilaboð frá Rafveitu Reyðarfjarðar

Rafveitan framkvæmdi árlegan álestur á öllum rafmagnsmælum viðskiptavina veitunnar í desember og  janúar.  Af tæknilegum ástæðum komst hluti þessara álestra ekki í reikningagerð fyrr en nú í febrúar með febrúarreikningum veitunnar og gjalddaga 1. mars2016.  Í þeim tilvikum er birtingarmynd reikninganna öðruvísi en alla jafna.  Viðskiptavinir eru að fá í hendurnar reikning fyrir áætlaðri notkun í febrúar en jafnframt álestur fyrir tímabilið frá 1. mars 2015 aftur til álestrardags í desember eða janúar.   

Hér má sjá dæmi um rafmagnsreikning í febrúar 2016 og er merkt við þá reiti sem þarf að athuga til að skilja betur útreikninga raforkunotkunar á reikningum í febrúar.

Útskýring á reikningi

Áætluð notkun á janúarreikningi 2016 var 180 kWh og er bætt við kWh í reitnum „Áður reikningsfært“.  Ef sú tala er dregin frá fæst að raun staða eftir álestur 29.12. 2015 er -124 kWh (inneign) en ekki -304 kWh (inneign).  Inneign notkunar er því 124 kWh og síðan raun áætlun fyrir febrúar 2016 sem er hér 173 kWh.  Áætluð notkun er hér 353 kWh og að frádreginni áætlun á reikningi í janúar (180) er áætlunin 173 kWh.   Samtals á því notandi þessa reiknings að greiða 173 – 124 kWh (inneign vegna 2015) eða 49 kWh.  Það er jafnframt munurinn á 353 kWh – 304 kWh eins og stendur á reikninginum þó þær tölur séu torfundnar. 

 

Frétta og viðburðayfirlit