mobile navigation trigger mobile search trigger
30.03.2023

Skólahald í Fjarðabyggð föstudaginn 31. mars

Aðstæður vegna rýminga og ofanflóðahættu hafa áhrif á skólastarf í Fjarðabyggð föstudaginn 31. mars. Hér að neðan má finna yfirlit yfir stöðu mála.

Skólahald í Fjarðabyggð föstudaginn 31. mars

Ekkert skólastarf verður í eftirtöldum skólum vegna vegna rýminga og ofanflóðahættu

  • Nesskóla
  • Leikskólanum Eyrarvöllum
  • Tónskóla Neskaupstaðar
  • Dalborg við Dalbraut á Eskifirði (Snillingadeild verður opin í Eskifjarðarskóla)
  • Grunnskólanum á Stöðvarfirði
  • Leikskólanum Balaborg

Skólastarf í öðrum skólastofnunum í Fjarðabyggð verður óbreytt og kennt í:

  • Grunnskóla Reyðarfjarðar,
  • Leikskólanum Lyngholti
  • Eskifjarðarskóli
  • Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
  • Leikskólanum Kærabæ
  • Grunnskólanum á Breiðdalsvík
  • Leikskólanum Ástúni
  • Tónlistarskólum á Eskfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðbyggðar og samfélagsmiðlum ef einhverjar frekari breytingar verða.

Frétta og viðburðayfirlit