mobile navigation trigger mobile search trigger
01.12.2021

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Það hefur tæplega farið fram hjá íbúum Fjarðabyggðar að veturinn hefur hafið innreið sína þetta árið og farið er að snjóa með þeim áhrifum sem það hefur á daglegt líf okkar allra.  Því miður fór snjómokstur á vegum sveitarfélagsins ekki af stað eins og ætlunin var. Ekki hefur náðst að ryðja öll svæði í hverfum sveitarfélagsins eins og á að gera eftir samþykktum verklagsreglum um snjómokstur í Fjarðabyggð. Beðist er afsökunar á þessu um leið og vonast er til að þetta ástand sé að baki.

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Íbúum eru jafnframt þakkaðar ábendingar sem sendar hafa verið inn síðustu daga. Vonandi verður vetur konungur þannig stemmdur það sem eftir lifir veturs, að snjómokstur gangi framvegis eftir áætlun.

Unnið er eftir áðurnefndum verklagsreglum sem hér er að finna ásamt kortum af hverfum Fjarðabyggðar sem sýna hvernig staðið er að mokstri.  

 

Frétta og viðburðayfirlit