mobile navigation trigger mobile search trigger
02.01.2022

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Slæmt veður hefur verið víða í Fjarðabyggð síðan í gær og talsverður snjór hefur safnast fyrir víða. Áfram er spáð fremur leiðinlegu veðri með ofankomu í dag og fram eftir morgundeginum. Snjómokstur mun hefjast á morgun, mánudaginn 3. janúar, um leið og veður leyfir. Þá verður lögð áhersla á að opna helstu stofnleiðir áður en farið verður í húsagötur.

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Vinna við snjómokstur mun taka einhvern tíma og ljóst er að henni mun ekki verða lokið í öllum húsagötum þegar fólk leggur í hann til vinnu í fyrramálið. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan á þessu stendur.

Fyrir frekari upplýsingar í tilhögun snjómoksturs og hálkueyðingar í Fjarðabyggð er bent á verklagsreglur sem finna má á heimasíðunni með því að smella hér. Kort sem sýna þjónustuflokka gatna í hverjum byggðakjarna má svo finna hér.

Frétta og viðburðayfirlit