mobile navigation trigger mobile search trigger
14.01.2015

Pönnukökur í boði bæjarritara

Það er gömul hefð hjá Gunnari Jónssyni, bæjarritara, að bjóða samstarfsmönnum í pönnukökur í tilefni af fyrstu komu sólar á Eskifirði, þann 14. janúar ár hvert. Hér má sjá bæjarritara munda pönnukökupönnuna á bæjarskrifstofunni í morgun. 

Pönnukökur í boði bæjarritara
Gunnar Jónsson með pönnukökupönnuna.

Það er gömul hefð hjá Gunnari Jónssyni, bæjarritara, að bjóða samstarfsmönnum í pönnukökur í tilefni af fyrstu komu sólar á Eskifirði þann 14. janúar ár hvert. Hér má sjá bæjarritara munda pönnukökupönnuna á bæjarskrifstofunni í morgun. 

Sólarkaffi er drukkið víða um land í tilefni af fyrstu komu sólar og eru þá pönnukökur gjarnan hafðar með. Í Fjarðabyggð sést fyrst til sólar á Eskifirði og Norðfirði. Hún er aðeins seinna á ferðinni á Fáskrúðsfirði eða í kringum 28. janúar, en á Reyðarfirði sést ekki til sólar fyrr en 7. febrúar. Á Stöðvarfirði fer sólin aftur á móti ekki í felur á veturna heldur sést til hennar allt árið.

 

 

Frétta og viðburðayfirlit