Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til starfa í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk í Fjarðabyggð. Unnið er eftir hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn með áherslu á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins.
Um er að ræða sumarafleysingu í 80-100% stöðugildi í vaktavinnu. Viðkomandi þarf að geta unnið morgun-, kvöld-, helgar- og næturvaktir.