mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2017

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Helgustaðanámu

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar unnið að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Helgustaðanámu, í samráði við Ríkiseignir. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Helgustaðanámu

Helgustaðanáma var friðlýst árið 1975 og er einn mikilvægasti fundarstaður geislasteina í heiminum. Svæðið liggur þar sem áður var kjarni megineldstöðvar Reyðarfjarðar fyrir um 11 milljón árum og hafa geislasteinarnir líklega myndast við umhleypingar á því svæði. Geislasteinar voru lengi vel grafnir úr Helgustaðanámu og sendir úr landi þar sem þeir voru notaðir í rannsóknir á sviði raunvísinda á 18. og 19. öld. Silfurbergið er nú með öllu friðað og helgustaðanáma friðlýst sem náttúruvætti.

Markmiðið með friðlýsingu Helgustaðanámu er að verndar þær jarðminjar sem þar finnast.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Helgustaðanámu er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við Fjarðabyggð og í samráði við Ríkiseignir. Áætlunin er hugsuð sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins og viðhalda verndargildi þess en Helgustaðanáma er á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Í áætlunni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt aðgerðaráætlun til 5 ára.

Áætlunin liggur útprentuð frammi til kynningar í afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16. mars 2017.

Hægt er að skila inn athugasemdum á vef Umhverfisstofnunar eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur Linda Guðmundsdóttir, linda.gu@ust.is eða í síma 591-2000.  

Stjórnunar- og verndaráætlun

Friðlýst svæði

Frétta og viðburðayfirlit