mobile navigation trigger mobile search trigger
26.05.2016

Sumarið er komið

Alla síðustu viku hafa sjálfboðaliðar samtakanna Veraldarvinir verið að störfum við að tína rusl meðfram vegum og ströndum í Fjarðabyggð. Mikið hefur áunnist og ásýnd svæða orðin betri. Mest af ruslinu er ýmiskonar plast og drykkjarílát.

 

Sumarið er komið

Sumarstarfsfólkið okkar og unglingar vinnuskólans eru þessa dagana að koma til vinnu og í byrjun júní verður vinnuskólinn komin á fullt skrið. Það er ávallt tilhlökkunarefni að fá unga fólkið út á svæðin, þá fyrst er sumartíminn áþreifanlegur. Bærinn fer að iða af lífi og hlátrasköll heyrast í bland við slátturvélaniðinn.

Með sumarkveðju

Umhverfisstjóri

 

Frétta og viðburðayfirlit