mobile navigation trigger mobile search trigger
09.05.2020

Sumarstörf í garðyrkjuteymi

Ert þú með græna fingur?

Garðyrkjuteymi Fjarðabyggðar auglýsir sumarstörf grænna snillinga laus til umsóknar. Í störfunum felst almenn garðyrkjustörf og vinna við fegrun bæjarfélagsins. Sumarstörfin í garðyrkjudeildinni eru ætluð ungu fólki fæddu 2004 og áður. Umsækjendur þurfa að vera stundvísir og samviskusamir, búa yfir almennri kurteisi og mikilli hæfni í samskiptum. Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni er mikill kostur ásamt áhuga á umhverfismálum.

Meðal helstu verkefna:

  • Almenn garðyrkjustörf. Það er sláttur og hirðing grænna svæði í eigu bæjarfélagsins.
  • Þökulagning,
  • Útplöntunn mismunandi tegunda plantna og ýmiss önnur skemmtileg  útistörf

Starfslýsing - Sumarstarfsmaður í garðyrkjuteymi

Umsóknarfrestur er til og með 24.maí n.k. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Frétta og viðburðayfirlit