mobile navigation trigger mobile search trigger
17.09.2021

Sýnataka á Reyðarfirði í dag gekk vel

Í dag voru tekin tæplega 140 sýni á Reyðarfirði, þar á meðal voru skimuð börn í 4-10. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta síðar í kvöld og verður önnur tilkynning send út þegar þær niðurstöður liggja fyrir. Smitrakning er í fullum gangi og vonast er til sýnataka dagsins gefi okkur betri mynd af útbreiðslu smita. Aðgerðastjórn Austurlands fundar í fyrramálið og fer yfir stöðu mála.

Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvernig  skóla- eða leikskólastarfi á Reyðarfirði á mánudaginn verður háttað. Ákveðið hefur verið að bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku dagsins og taka ákvörðun í framhaldi af því. Foreldar verða upplýstir um leið og niðurstöður þess liggja fyrir og eru hvattir til fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar og í tölvupósti frá skólastjórnendum.  

Sýnataka á Reyðarfirði í dag gekk vel

Frétta og viðburðayfirlit