mobile navigation trigger mobile search trigger
05.04.2024

Tafir á sorphirðu -Uppfært-

Lokið var við að tæma grænu tunnurnar í gær (4. apríl). Til stóð að byrja tæma gráu tunnurnar en vegna slæmra veðurspá, verður byrjað á brúnum tunnum á Norðfirði og Eskifirði. Eftir helgi verður byrjað á gráum tunnum á Norðfirði. Reynt verður eftir fremsta megni að vinna upp þær tafir sem orðið hafa, á næstu dögum.

Mikilvægt er að íbúar tryggi aðgengi að tunnunum og moki frá sorpgeymslum til að greiða leið sorphirðufólks þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar.

Ef aðgengið að tunnunum er ekki greiðfært þegar sorpbílar eru á ferð um hverfin eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun samkvæmt sorphirðudagatali.

Mikilvægt er að hægt sé að loka tunnunum með góði móti, allt umfram sorp er ekki tekið og þurfa íbúar að koma því sjálfir á móttökustöðvar. 

Sorphirðudagatal má finna hér

Frétta og viðburðayfirlit