mobile navigation trigger mobile search trigger
29.01.2015

Þátttökumet á First Lego Leauge

Þrjú lið verða frá Fjarðabyggð á tæknilegókeppninni First Lego League sem fram fer í Háskólabíói á laugaradaginn. Aldrei áður hafa þátttakendur frá sveitarfélaginu verið fleiri í þessari skemmtilegu grunnskólakeppni.

Þátttökumet á First Lego Leauge
Hér má sjá nemendur í 8. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar taka æfingu á þrautabrautinni fyrir keppnina, sem fram fer í Háskólabíói nú um næstu helgi.

Þrjú lið verða frá grunnskólunum í Fjarðabyggð á tæknilegókeppninni First Lego League sem fram fer í Háskólabíói á laugaradaginn 31. janúar. Aldrei hafa fleiri ungmenni úr Fjarðabyggð tekið þátt í þessari skemmtilegu keppni en nú.

Keppendur eru á aldrinu 9-16 ára og fá liðin senda þrautabraut átta vikum fyrir keppni til að undirbúa sig. Keppnin felst m.a. í hönnun og forritun lego-vélmenna sem ætlað er að leysa þær þrautir sem brautin myndar. Einnig kemur keppnin inn á vísindalegar rannsóknir og dagbókarhald.

Markmið FLL er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, efla sjálfstraust þeirra, leiðtogahæfni og færni í lífsleikni. Þá læra þátttakendur að beita vísindalegum aðferðum til að leysa verkefni og þurfa að temja sér öguð vinnubrögð.

Og ekki má gleyma félagsskapnum og skemmtuninni sem felst í því að leysa verkefni í hóp. Að því leyti eru allir þátttakendur sigurvegarar keppninnar.

Nánar um First Lego League

 

Fleiri myndir:
Þátttökumet á First Lego Leauge
Þátttökumet á First Lego Leauge
Þátttökumet á First Lego Leauge
Þátttökumet á First Lego Leauge

Frétta og viðburðayfirlit