mobile navigation trigger mobile search trigger
15.06.2017

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð

Á laugardaginn verður 17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, haldinn hátíðlegur í Fjarðabyggð og fara hátíðarhöldin fram á Stöðvarfirði.

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð

Sú hefð hefur skapast að hátíðarhöldin hafa "ferðast" á milli bæjarkjarna. Þau eru þar í höndum öflugra ungmennafélaga í hverjum bæjarkjarna og þrátt fyrir að dagskráin haldist svipuð ár frá ári þá sjást fingraför hvers bæjarkjarna á dagskránni.

Í ár hefst glæsileg hátíðardagskrá með skrúðgöngu kl. 13.30 frá Nýgræðingi við tjaldstæðið á Stöðvarfirði að hátíðarsvæðinu við Balann. Þar verður dagskrá frameftir degi, með tónlistaratriðum, hoppuköstulum, andlitmálningu og ávarpi Fjallkonu svo eitthvað sé nefnt. 

17.júní kaffi verður á Kaffi Söxu frá kl. 14.00-17.00 - Það kostar 1.800 kr fyrir 12 ára og eldri, 850 kr fyrir 6-11 ára en er frítt fyrir þau allra yngstu.

Íbúar Fjarðabyggðar eru hvattir til þess að láta hátíðarhöldin ekki framhjá sér fara. Frítt verður í strætó þennan dag og gildir sérstök tímatafla.

Upplýsingar um hátíðarsvæðið, dagskránna og strætóferðirnar má finna hér.

Frétta og viðburðayfirlit