mobile navigation trigger mobile search trigger
03.03.2017

Til sölu Bleiksárhlíð 56 Eskifirði

Fjarðabyggð og Ríkisjóður Íslands auglýsa til sölu fasteignina Bleiksárhlíð 56 á Eskifirði.

Bleiksárhlíð 56 er 972 fermetrar að stærð og byggð árið 1987.  Eignin stendur á 1.252 fermetra leigulóð.  Eignin var byggð og nýtt sem dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Um er að ræða volduga byggingu á fjórum hæðum, að miklu leyti með steyptum innveggjum og með lyftu. Eignin verður seld í því ástandi sem hún er, en nánari upplýsingar um ástand hússins liggja ekki fyrir og eru bjóðendur hvattir til að kynna sér ástand hennar vel.

Eignin er laus til afhendingar við sölu.

Sölu eignarinnar annast eftirfarandi fasteignasölur og veita þær nánari upplýsingar um eignina:

Inni fasteignasala,  vefsíða www.inni.is,  sími 580-7905

Lindin fasteignasala, vefsíða www.lindinfasteignir.is,  sími 893-1319

Réttvísi fasteignasala, vefsíða www.rettvisi.is,  sími 476-1616

Tilboðum skal skila til Fjarðabyggðar í gegnum ofangreindar fasteignasölur fyrir kl. 14:00 þann 7. apríl 2017. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnarbraut 2 á Reyðarfirði í viðurvist bjóðenda er þess óska.  Eigendur áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Til sölu Bleiksárhlíð 56 Eskifirði

Frétta og viðburðayfirlit