mobile navigation trigger mobile search trigger
11.05.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 11. maí

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi. 

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 11. maí

Bólusetningar í fjórðungnum ganga sem fyrr vel.  Ríkisútvarp allra landsmanna sagði í hádegisfréttum að eini bólusetningadagur vikunnar væri í dag. Skriplaði fjölmiðillinn þar á skötu enda ráð gert fyrir bólusetningu eitt þúsund íbúa Austurlands á morgun. Eru þá rétt um 50% íbúa í fjórðungnum ýmist full bólusettir eða til hálfs 

Ástæða snurðulausrar bólusetningar á landinu er ekki síst fáum smitum að þakka og sóttvarnareglur því rýmri en ella og framkvæmdin auðveldari. Á því kann að verða breyting ef við ekki gætum að okkur og förum of hratt um gleðinnar dyr. Blikur eru þar sannarlega á lofti með vísan til fjölda smita er nú greinast á landinu og ekki síður fjölda ferðamanna sem hingað koma erlendis frá. Ofurvarkárni er því sem fyrr góður ferðafélagi.  

Gætum að okkur, tökum eitt varfærið skref í einu og förum þannig saman og í rólegheitum að endamarkinu sem nú má sjá hilla undir gegnum kófið.

Frétta og viðburðayfirlit