mobile navigation trigger mobile search trigger
02.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. apríl

Enginn greindist með smit á Austurlandi síðasta sólarhringinn. Þá hefur orðið nokkur fækkun þeirra sem eru í sóttkví líkt og nefnt var í pistli gærdagsins að væri fyrirsjáanlegt, en þeir eru nú 150 samanborið við 202 í gær. Skýrist það að mestu af fjölda flugfarþega sem komu erlendis frá og eru nú lausir úr sóttkví fjórtán dögum síðar.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 2. apríl

Íslensk erfðagreining býður íbúum Austurlands upp á skimun fyrir Covid-19 laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl. Að lokinni skimun verður svar birt á vefnum heilsuvera.is Hringt verður í alla sem reynast jákvæðir.

Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að nýta sér ofangreint jafnframt því sem hvatt er til varkárni sem fyrr, að fylgja öllum leiðbeiningum um smitvarnir í hvívetna. Vísar hún þar sérstaklega til samkomubanns, tveggja metra fjarlægðarreglu og handþvotts.

Lítið þarf til svo smit eigi sér stað og því megum við ekki slaka á árvekni okkar, jafnvel þó smit séu hlutfallslega fá í fjórðungnum. Höldum því þannig.

Frétta og viðburðayfirlit