mobile navigation trigger mobile search trigger
07.04.2021

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 7. apríl

Sýni voru í gær tekin af þeim átján skipverjum sem eru um borð í súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði.  Niðurstöður liggja nú fyrir. Teljast allir skipverjarnir um borð sem voru smitaðir við komu skipsins þann 20. mars nú heilir heilsu og veirufríir. Gert er ráð fyrir að sá síðasti þeirra, sá er fluttur var á Landspítala fyrir nokkru eftir að honum hafði elnað sóttin, verði útskrifaður í kvöld eða í fyrramálið. Engin smit greindust hjá þeim áhafnarmeðlimum sem ósýktir voru við komu fremur en í fyrri skimunum. Í undirbúningi er hreinsun skipsins sem telst sóttkví þar til henni lýkur. Gangi allt eftir mun henni ljúka fyrir helgi og komi ekkert óvænt uppá verður bæði skip og áhöfn þá hæf til siglingar á ný, að líkindum næstkomandi föstudag.

 

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi 7. apríl

Frétta og viðburðayfirlit