mobile navigation trigger mobile search trigger
21.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. október

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 21. október

Nokkuð hefur verið um að hópar starfsmanna frá stórum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu komi á Austurland til tímabundinna verkefna. Aðgerðastjórn vekur athygli á að í slíkum tilfellum er sérstaklega brýnt að gæta að hópaskiptingum milli starfsmanna og skipuleggja þau verk sem unnin eru með sóttvarnir í huga. Komi upp smit verði það afmarkað og fáir útsettir fremur en heilu fyrirtækin, stofnanirnar eða landshlutinn. Það felst ábyrgð í að senda starfsmenn frá höfuðborgarsvæðinu til vinnu á landsbyggðinni í ljósi ástands þar sem og að taka á móti slíkum hópum. Gætum að okkur, hólfaskiptum þar sem það á við og höldum áfram öflugum persónulegum sóttvörnum, fjarlægðarmörkum, grímunotkun og handþvotti. Munum að spritta snertifleti.

 

Höldum áfram að gæta fyllstu varúðar og gerum það saman.

Frétta og viðburðayfirlit