mobile navigation trigger mobile search trigger
20.07.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Einn farþega Norrænu er greindist með smit við sýnatöku í Hirtshals á þriðjudag fór í sýnatöku að nýju í gær við komu til landsins. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Um gamalt smit er að ræða og viðkomandi því hvorki veikur né smitandi. Einangrun hans er því aflétt sem og þeirra fimm er voru með honum í för við komuna til landsins.

Enginn er nú skráður í sóttkví eða einangrun á Austurlandi.   

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi

Heimkomusmitgát

Aðgerðastjórn á Austurlandi vekur athygli á að frá 13. júlí tóku gildi reglur fyrir Íslendinga og þá sem búsettir eru hér á landi um svokallaða heimkomusmitgát. Í því felst að sá sem kemur erlendis frá fer í sýnatöku við komu og svo aftur fimm dögum síðar.

Viðkomandi skal í millitíðinni gæta að eftirfarandi:

  • Fara ekki á mannamót eða í veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir.
  • Vera ekki í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa.
  • Tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra.
  • Heilsa ekki með handabandi og forðast faðmlög.
  • Huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum.

    Heimilt er, meðan smitgátin varir, að nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað, fara í bíltúra,fara í búðarferðir og hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum.

Þó þessar reglur nái eingöngu til íslenskra ríkisborgara og þeirra sem búsettir eru hér á landi eru fjölskyldur þeirra og aðrir sem hafa víðfemt tengslanet á Íslandi hvattir til að fylgja sömu reglum.

Frétta og viðburðayfirlit