mobile navigation trigger mobile search trigger
04.10.2018

Tilkynning til kattaeiganda í Fjarðabyggð

Tilkynningar vegna ónæðis af völdum katta hafa ítrekað borist dýraeftirliti Fjarðabyggðar. Um er að ræða breimhljóð katta að nóttu til sem veldur svo miklu ónæði að ekki fæst svefnfriður. Viljum við beina því til eigenda að í 8. gr. samþykktar nr. 912/2015 um kattahald í sex sveitarfélögum á Austurlandi ber að sjá til þess að kettir þeirra valdi ekki ónæði né óþrifnaði. Einnig á að hafa högna gelda og læður eiga að vera ófrjóar.
Hvað getum við gert? Þær aðgerðir sem sveitarfélagið getur farið í er að fanga kisurnar í búrgildrur. Þannig væri hægt að ganga úr skugga um að kettirnir á svæðinu séu löglegir samkvæmt fyrrgreindri samþykkt heilbrigðiseftirlits Austurlands um kattahald.

Frétta og viðburðayfirlit