Umhverfisstofun auglýsir tillögu að endurskoðuðu starfsleyfi fyrir álver Alcoa Fjarðaáls sf. að Hrauni 1 í Reyðarfirði. Engin breyting er á umfangi starfseminnar og er í tillögunni áfram gert ráð fyrir heimild til framleiðslu á allt að 360.000 tonnum af áli á ári.
Farið var í endurskoðun starfsleyfisins að frumkvæmi Umhverfisstofnunar vegna nýrra BAT-niðurstaðna.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ust@ust.is merkt UST202003-451, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfisstofnun með slíkt erindi sem fyrst.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 25. nóvember 2024.
25.10.2024
Tillaga að starfsleyfi fyrir Alcoa Fjarðaál sf., Reyðarfirði.
