mobile navigation trigger mobile search trigger
29.01.2024

Tímabundin lokun Bakkavegs í Neskaupstað

Vegna vinnu við uppsetningu svala á suðurhlið Sólbakka 2 í Neskaupstað þarf að loka Bakkavegi tímabundið. Bakkavegur lokaður á milli gatnamóta við Móbakka/Sæbakk og að gatnamótum að Sólbakka. Umferð verður beint um hjáleið um Sæbakka á fyrrgreindu tímabili. 

Gatan verður lokuð í 3 daga á meðan verið er að hýfa að suðurhlið hússins, eða frá 29.janúar, til og með 1.febrúar. 

Gatan verður opnuð fyrir umferð um leið og aðstæður leyfa.  

Tímabundin lokun Bakkavegs í Neskaupstað

Frétta og viðburðayfirlit