mobile navigation trigger mobile search trigger
11.05.2020

Umsjónarmaður véla og tækja í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði

Umsjónarmaður véla og tækja í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði

Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns véla og tækja við Skíðamiðstöðina í Oddsskarði. Um er að ræða framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. september nk.

Skíðasvæðið í Oddsskarði eða Austfirsku alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft kallað, er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins.  Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða er fyrir brettafólk og skíðaskáli

Megin viðfangsefni:

 • Umsjón með tækjum og búnaði skíðamiðstöðvarinnar í samráði við forstöðumann Skíðamiðstöðvarinnar.
 • Þjónusta við notendur Skíðamiðstöðvar í Oddsskarði.
 • Aðstoða aðrar stofnanir Fjarðabyggðar s.s. íþróttamiðstöðvar, Fjarðabyggðarhafnir, garðyrkjuteymi og áhaldahús í véla og tækjamálum eins og kostur er.
 • Þróun og vinna við að koma upp heilsárs starfsemi í Oddsskarði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af störfum á skíðasvæði.
 • Mikil og góð þekking á viðhaldi og rekstri tækja sérstaklega snjótroðara og skíðalyfta.
 • Reynsla af viðhaldi og viðgerðum, bæði á tækjum og mannvirkjum.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Frumkvæði og skipulagshæfni.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfslýsing Umsjónarmaður véla og tækja SKO 2020.pdf

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2020.

Nánari upplýsingar veitir Bjarki Ármann Oddsson bjarki.a@fjardabyggd.is  eða í síma 470 9000

Frétta og viðburðayfirlit