mobile navigation trigger mobile search trigger
28.03.2019

Undir sama þaki / Brú milli skólastiga 

Leikskólinn Kæribær er staðsettur í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar. Í skólanum eru jafnframt tveir aðrir skólar; Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar, auk þess sem bókasafn er staðsett í byggingunni. Hver skóli hefur sinn stjórnanda og er innangengt milli skólanna.

Undir sama þaki / Brú milli skólastiga 

Ásta Eggertsdóttir skólastjóri Kærabæjar telur mikinn kost að vera í sameiginlegu húsnæði. Stærsti kosturinn snýr að foreldrum en þeir foreldrar sem eiga börn á báðum skólastigum, þurfa aðeins að fara í eina byggingu. Annar stór kostur er að samstarf og samskipti milli skólanna verða auðveldari.

Starfsfólk skólamiðstöðvar er með sameiginlega kaffistofu. Þegar viðburðir eru hjá skólunum þremur, er öðrum nemendum skólamiðstöðvarinnar oft boðið. Einnig eru skólarnir með sameiginlegt jólaball.  Skólarnir hafa aðgang að sal og eyju, en eyjan er hluti af sviði fyrir salinn, kennslueldhúsi, tónlistarstofum o.fl. Gott samstarf er milli Kærabæjar og bókasafnsins en nemendur fara reglulega í bókasafnsheimsóknir.  Elstu nemendur Kærabæjar fara reglulega í skólaskipti yfir í grunnskólann og heimsækja fyrsta bekk grunnskólans og fyrsti bekkur kemur í heimsókn til leikskólans.  Með þessu samstarfi er dregið úr líkum á kvíða og spennu sem oft verður vart við hjá nemendum sem eru að flytjast yfir á annað skólastig.

 

Fleiri myndir:
Undir sama þaki / Brú milli skólastiga 
Undir sama þaki / Brú milli skólastiga 

Frétta og viðburðayfirlit