Fjarðabyggð óskar eftir tilboðum í verkið:
Úrgangsþjónusta í Fjarðabyggð 2026-2029
Verkið felst í söfnun úrgangs úr sorp- og endurvinnsluílátum við heimili, fyrirtæki og stofnanir í Fjarðabyggð, rekstri söfnunar- og móttökustöðva sveitarfélagsins ásamt flutningi úrgangs í afsetningu.
Verkið er boðið út í tveimur verkhlutum:
- Söfnun úrgangs við heimili, fyrirtæki í Fjarðabyggð og stofnanir í eigu Fjarðabyggðar ásamt flutningi úrgangs í afsetningu.
- Rekstur söfnunar- og móttökustöðva Fjarðabyggðar ásamt flutningi úrgangs í afsetningu.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn eru aðgengileg á Ajour-kerfi EFLU frá og með mánudeginum 18. ágúst 2025.
Finna má upplýsingar um útboðið með því að smella á eftirfarandi hlekk:
https://efla.ajoursystem.net/tender
Tilboðum skal skilað rafrænt í gegnum Ajour-kerfið eigi síðar en föstudaginn 19. september 2025 kl. 11:00. Tilboð verða opnuð í kjölfarið og niðurstöður tilkynntar bjóðendum. Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur.