mobile navigation trigger mobile search trigger
04.03.2019

Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Úthlutað var úr minningarsjóði Ágústar Ármanns í þriðja sinn á dögunum.  Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 og fer úthlutun fram á fæðingardegi Ágústar Ármanns 23.febrúar ár hvert.

Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Áhersla er lögð á að einstaklingar og stofnanir innan Fjarðabyggðar geti sótt um í sjóðinn fyrir verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun.

Í ár hlutu tveir einstaklingar styrk.

Guðmundur Arnþór Hreinsson er Stöðfirðingur og nemandi við MÍT (Menntaskólann í tónlist). Hann stundaði áður nám við Tónlistarskóla Stöðvafjarðar og Fáskrúðsfjarðar áður en hann fór suður í Tónlistarskóla FÍH þar sem hann lauk miðprófi.

Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er Eskfirðingur af uppruna. Hún fær styrk til að fara í nám til Danmerkur í Complete Vocal Technique söngtækninni í Kaupmannahöfn. 

Fleiri myndir:
Úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Frétta og viðburðayfirlit