mobile navigation trigger mobile search trigger
15.09.2016

Verkmenntaskólinn á grænni grein

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) hefur formlega göngu sína sem skóli á grænni grein á Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september.

Verkmenntaskólinn á grænni grein
Verkmenntaskóli Austurlands (VA) í Neskaupstað.

Af þessu tilefni verður um morguninn stutt dagskrá í félagsaðstöðu nemenda, þar sem skólameistari og nemendaráð munu m.a. kynna fyrstu skrefin í sorpflokkun.

Fram kemur í frétt á vef skólans, að nemendur, kennarar og annað starfsfólk VA vinni saman að þessu verkefni, en hvatinn sé alfarið kominn frá nemendum sjálfum.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar því marki er náð fá skólarnir að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

Sjá frétt á vef VA

Frétta og viðburðayfirlit