mobile navigation trigger mobile search trigger
15.11.2022

Vel fylgst með stöðu mála ofan Eskifjarðar

Í ljósi mikillar úrkomu síðustu daga og þeirrar úrkomuspár sem er framundan fylgist Fjarðabyggð að sjálfsögðu grant með stöðu mála ofan Eskifjarðar. í samvinnu við Lögregluna á Austurlandi og Veðurstofuna. Eftirfarandi tilkynning barst frá Lögreglunni á Austurlandi nú um kvöldmatarleytið:
Vegna úrkomu síðustu daga og rigningarspár framundan er vel fylgst með vatnshæðarmælum í tveimur borholum Veðurstofu á Eskifirði, í Kolabotnum annarsvegar og í beygju á Oddskarðsvegi hinsvegar þar sem hreyfingar voru í desember 2020. Greinst hefur hækkun í grunnvatnsstöðu í Kolabotnum en minni hækkun í hinni. Staðan í Kolabotnum er svipuð og hún var eftir rigningar í byrjun október.
Ítarlegri upplýsingar frá Veðurstofu má finna hér: https://blog.vedur.is/.../2022/11/15/eskifjordur-15-11-2022/
Vel fylgst með stöðu mála ofan Eskifjarðar

Frétta og viðburðayfirlit