mobile navigation trigger mobile search trigger
06.04.2020

Vel heppnað bílabíó á Eskfirði

Um 100 manns sáu kvikmyndina "Nýtt líf" eftir Þráinn Bertelsson í bílabíó á Eskifirði á föstudaginn sem Menningarstofa Fjarðabyggðar og Vinir Valhallar boðuðu til.

Vel heppnað bílabíó á Eskfirði

Ari Allansson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðaybyggðar var afar ánægður með það hvernig tiltókst á föstudag, og þá sérstaklega hversu margir mættu og nutu stundarinnar.

Því miður voru veðurguðirnir ekki hagstæðir á laugardag og því þurfti að fresta sýningu á myndinni "Hvítur, hvítur dagur" og mun hún í staðinn verða sýnd kl. 21:00 í kvöld (mánudagskvöld). 

Til skoðunar er að halda þessu verkefni áfram og vera með bílabíó víðar um Fjarðabyggð á meðan samkomubanni stendur.

Frétta og viðburðayfirlit