mobile navigation trigger mobile search trigger
26.08.2022

Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar

Vígsla á minningarreit sem helgar minningu þeirra sem látist hafa við störf sín fyrir Síldarvinnsluna fór fram 25. ágúst í Neskaupstað.

Minningarreiturinn er reistur á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar sem eyðilagðist í snjóflóði 20. desember 1974. Í því snjóflóði fórust sjö starfsmenn Síldarvinnslunnar.  Auk þeirra sem fórust í snjóflóðinu hafa fimm aðrir starfsmenn látist við störf, þrír á sjó og tveir í landi.

Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar

Hvatamaður að reitnum er Hlífar Þorsteinsson, sonur Þorsteins Jónssonar sem lést af slysförum við störf sín þann 17. Júlí 1958, þá 23 ára.

Gunnþór Ingvason, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sagði í ávarpi sínu „Það er ein­læg von for­svars­manna Síld­ar­vinnsl­unn­ar að minn­ing­areit­ur­inn verði fal­leg­ur og friðsæll staður sem fólki þykir vænt um og beri virðingu fyr­ir. Það er sorg­leg staðreynd að 12 menn hafa lát­ist í störf­um fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una og vill fyr­ir­tækið minn­ast þeirra með veg­leg­um hætti.“

Að lokum veitti stjórnarformaður Síldarvinnslunnar styrk til Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Fleiri myndir:
Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar
Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar
Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar
Vígsla minningareits Síldarvinnslunnar

Frétta og viðburðayfirlit