mobile navigation trigger mobile search trigger
09.03.2023

Viljayfirlýsing um aukið húsnæðisframboð í fjarðabyggð undirritað

í dag undirritaði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Árný Hafborg fyrir hönd AHA Bygg viljayfirlýsingu um aukið húsnæðisframboð í Fjarðabyggð. Markmiðið með yfirlýsingunni er að stuðla að uppbyggingu á nýjum íbúðum og íbúðarhúsum í Fjarðabyggð upp að 100 fermetrum að stærð, með gæði og hagkvæmni í huga með tengingu við náttúru og útivist. 

Viljayfirlýsing um aukið húsnæðisframboð í fjarðabyggð undirritað
Jón Björn Hákonarson bæjastjóri Fjarðabyggðar og Árný Hafborg fyrir hönd AHA Bygg undirrita viljayfirlýsinguna

Fjarðabyggð vill stuðla að fjölbreyttu framboði húsnæðis sem hæfir húsnæðismarkaðnum og tryggja framtíðarvöxt Fjarðabyggðar. 

Gert er ráð fyrir samstarfi milli aðila sem til framtíðar litið getur skilað sér í uppbyggingu á allt að 105 íbúðum og þar af 9 fjölbýli.

Áform AHA Bygg er um byggingu almennra íbúða  sem ætlaðar eru til sölu og leigu á almennum markaði á fjórum stöðum í Fjarðabyggð:

  • í Neskaupstað er stefnt að byggingu 7 húsa um 40 - 80 fm auk tveggja fjölbýlishúsa með allt að 16 íbúðum.
  • Á Reyðarfirði er stefnt að byggingu þriggja fjölbýlishúsa með allt að 18 íbúðum. Auk þess sem Fjarðabyggð og AHA Bygg vinni sameiginlega að því að kanna möguleika á að gera skipulag að hverfi sem henti fyrir 20 hús frá 40 til 80 fm.
  • Á Eskifirði er stefnt að byggingu allt að 12 húsa frá 40 til 80 fm og tveggja fjölbýlishúsa með allt að 16 íbúðum.
  • Á Fáskrúðsfirði verði unnið sameiginlega að því kanna möguleikann á að gera skipulagt hverfi sem hentar fyrir tvö fjölbýlishús með allt að 16 íbúðum.

Yfirlýsingin gildir í eitt ár frá undirskrift, fyrir 15. desember verður haldinn fundur milli aðila þar sem árangur verkefninsins verður metin, og rætt um framlengingu viljayfirlýsingarinnar til eins árs í viðbót. 

Frétta og viðburðayfirlit