mobile navigation trigger mobile search trigger
20.03.2023

Viljayfirlýsing undirrituð um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis

Nú nýlega hefur verið ritað undir tvær viljayfirlýsingar um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggðar á vegum félaganna Bríetar og Brákar.

Annars vegar er um að ræða viljayfirlýsingu sem skrifað var í Reykjavík í síðustu viku milli Fjarðabyggðar, Bríetar og vertakafyrirtæksins Búðinga. Í henni felst uppbygging á allt að fjórum íbúðum í Fjarðabyggð, 2 á Eskifirði og 2 á Reyðarfirði sem Búðingar munu reisa fyrir Bríeti.  

Viljayfirlýsing undirrituð um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis
Frá vinstri Róbert Ó. Sigurvaldason, framkvæmdastjóri Búðinga, Soffí Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Þá var einnig ritað undir aðra viljayfirlýsingu sl. föstudag milli Fjarðabyggðar, leigufélagsins Brákar og Búðinga. Sú yfirlýsing felur í sér byggingu tveggja íbúða á Eskifirði sem Búðingar munu reisa fyrir leigufélagið Brák. Fjarðabyggð mun sjá til þess að tryggja að í boði verði skipulagðar lóðir við hæfi til að mæta þessari uppbyggingu.

Samstarf Fjarðabyggðar við leigufélögin Bríet og Brák hefur gefist vel og telja aðilar samkomulagsins eðlilegt að næsta skref sé að leggja í ennfrekari uppbyggingu leiguíbúðamarkaðsins í Fjarðabyggð og með samkomulaginu eru skref stigin í þá átt.

Fleiri myndir:
Viljayfirlýsing undirrituð um áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Róbert Ó. Sigurvaldason, framkvæmdastjóri Búðinga

Frétta og viðburðayfirlit