mobile navigation trigger mobile search trigger
09.03.2016

Viltu fá borgað fyrir að ferðast?

Spennandi námskeið fyrir fólk sem vill starfa við ferðaþjónustu og leiðsögn! Austurbrú býður upp á spennandi námskeið sem gagnast öllum þeim sem vilja taka þátt í vaxandi atvinnugrein. Kynntu þér námskeiðin og hafðu samband við okkur.

Viltu fá borgað fyrir að ferðast?

Staðarleiðsögunám: (80 klst)

Staðarleiðsögunám er blanda af verk- og bóknámi og hentar öllum sem eru 20 ára og eldri, einkum þeim sem hafa stutta formlegai menntun.

Námskeiðið hefst 29. mars 2016 stendur fram í maí 2016 (kennt verður eftir kl. 16.30 á daginn og sumar helgar).

Nánari upplýsingar um námið hér og hjá Huldu Guðnadóttur í síma 470 3824 // hulda@austurbru.is

Nánar

Svæðisleiðsögunám: (264 klst)

Haldið í samstarfi við Leiðsöguskólann í Kópavogi

Svæðisleiðsögunám á Austfjörðum er 22 háskólaeininga hagnýtt nám. Námið er ætlað þeim sem vilja starfa við almenna leiðsögn ferðamanna á Austurland.

Inntökuskilyrði: fyrir 21 árs og eldri. Nemendur þurfa að hafa stúdentspróf eða hliðstætt og hafa góð tök á erlendu tungumáli.

Hefst í lok ágúst 2016 stendur fram í maí 2017.

Ferðaþjónustuaðilum býðst að taka staka áfanga án þess að vera skráð í allt námið.

Nánar

Ath. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðunni austurbru.is og hjá Huldu Guðnadóttur í síma 470 3824 // hulda@austurbru.is

http://www.austurbru.is/is/frettir/viltu-fa-borgad-fyrir-ad-ferdast-

Frétta og viðburðayfirlit