mobile navigation trigger mobile search trigger
23.12.2021

Vinningssögur í jólasmásagnakeppninni Menningarstofu Fjarðabyggðar árið 2021.

Rétt áður en jólaklukkurnar klingja og við höldum í jólafríið þá viljum við hjá Menningarstofunni kunngera úrslit jólasmásagnakeppninnar okkar. Það býr margur góður rithöfundurinn í Fjarðabyggð og það sýndi sig og sannaði þegar kallað var eftir jólasmásögum í þremur aldursflokkum grunnskólans. Alls bárust okkur 45 jólasögur og efnistökin voru svo sannarlega fjölbreytt, sögurnar frumlegar og virkilega vel úr garði gerðar. Rithöfundarnir ungu búa allir yfir öflugu ímyndunarafli og stóðu sig virkilega vel og það er greinilegt að í þessum hópi leynast virkilega efnilegir höfundar sem eiga framtíðina fyrir sér. Dómnefndin var sammála um að sögurnar væru virkilega skemmtilegar og vel skrifaðar en að lokum var hún þó samstíga í mati sínu í vali á þeim sögum sem stóðu upp úr.

Vinningssögur í jólasmásagnakeppninni Menningarstofu Fjarðabyggðar árið 2021.
Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og takk allir sem tókuð þátt í jólasmásagnakeppninni, þið stóðuð ykkur alveg frábærlega og það var virkilega gaman að lesa sögurnar ykkar! Líkt og í fyrra komum við svo til með að birta sögurnar sem báru af á Facebooksíðunni Menningarstofu á milli jóla og nýárs.
Vinningshafar í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar og grunnskólanna eru:
Yngsta stig (1.-4. bekkur)
1. Jólatréð sem týndi jólagleðinni
Höfundur: Emma Sólveig Loftsdóttir
2. Ívar og jólatöfrarnir
Höfundur: Hafþór Svanur Jakobsson
3. Jólasaga
Höfundur: Vignir Freyr Jökulsson
Miðstig (5.-7. bekkur)
1. Krakkinn sem trúir ekki á jólasveininn
Höfundur: Gunnhildur Anna Birgisdóttir
2 - 3. Grýla
Höfundur: Bergþóra Líf Heiðdísardóttir
2- 3. Nýi hjálpar álfur Jólasveinsins
Höfundur: Erla Marey Kristinsdóttir
Efsta stig (8. – 10. bekkur)
1. Ný ógn
Höfundur: Emil Valtingojer Paták
2. Jólahörmung
Höfundur: Bergþór Flóki Ragnarsson
3. Jólasaga
Höfundur: Jóhanna Dagrún Daðadóttir
Það er Sögur útgáfa sem gefur rithöfundunum ungu glæsilegar bækur að gjöf og kunnum við Sögum bestu þakkir fyrir.
Á myndinni eru, talið að ofan, frá vinstri:
Emma Sólveig Loftsdóttir, Hafþór Svanur Jakobsson, Vignir Freyr Jökulsson, Gunnhildur Anna Birgisdóttir, Bergþóra Líf Heiðdísardóttir, Erla Marey Kristinsdóttir, Emil Valtingojer Paták, Bergþór Flóki Ragnarsson og Jóhanna Dagrún Daðadóttir
Bestu þakkir til allra þeirra sem studdu okkur hjá Menningarstofu við framtakið og hjartans þakkir til þeirra sem sátu í dómnefndinni.
Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Frétta og viðburðayfirlit