Vinnuskólinn verður starfandi frá 05. júní - 11. ágúst.
Vinnufyrirkomulag: Störf tengd umhverfismálum - 85% vinna og fræðsla 15%.
14 ára (árg. 2010) getur valið um vinnu í fimm vikur - 4 vinnuvikur og 1 fræðsluvika á vegum sjávarútvegsskólans.
Vinnutími er frá 08:00- 12:00
15 ára (árg. 2009) getur valið um vinnu í sex vikur - 5 vinnuvikur og 1 fræðsluvika. Boðið verður uppá fræðslu í lífsleikni.
Vinnutími er frá 08:00- 12:00
Unglingar sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu hafa öll rétt til þátttöku í vinnuskólanum.
Unglingar með lögheimili utan sveitarfélagsins þurfa að sækja sérstaklega um leyfi til þátttöku og verða umsóknir þeirra teknar til greina út frá fjölda umsókna.
Foreldrar velja upphafsdag vinnuskólans í umsóknarferlinu.
Næsti yfirmaður Vinnuskólans er garðyrkjustjóri.
Frekari upplýsingar um Vinnuskólann veitir Helga Björk Einarsdóttir,
Garðyrkjustjóri helga.b@fjardabyggd.is