mobile navigation trigger mobile search trigger
20.07.2023

Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Mennta- og barnamálaráðneytið hefur staðfest samning Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur á sameiginlegri barnaverndarþjónustu 

Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Breytingar á skipulagi barnaverndar tóku gildi 1. janúar 2023. Samkvæmt þeim breytingum voru barnaverndarnefndir sveitarfélaga lagðar niður en í stað þeirra munu sveitarfélög reka barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar. Nú hefur Mennta- og barnamálaráðneytið staðfest samning Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur á sameiginlegri barnaverndarþjónustu með vísan til 10., 11. og 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 96. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Þjónustan nefnist Barnaverndarþjónusta Fjarðabyggðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar og er Fjarðarbyggð leiðandi sveitarfélag. Barnaverndarþjónusta er hluti af stjórnsýslu sveitarfélaganna en er sjálfstæð og tekur ekki við fyrirmælum um meðferð einstakra mála.

Sjá vef stjórnartíðinda

Frétta og viðburðayfirlit