mobile navigation trigger mobile search trigger
03.02.2023

Börnin bjarga

Börnin bjarga er fastur liður í fræðslu skólahjúkrunarfræðinga á vegum heilsugæslunnar. Fræðslan fjallar um mikilvægi þess að temja sér rétt viðbrögð við hjartastoppi, en þau felast ma í því að kanna áreiti, hringja á hjálp, opna öndunarveg og loks hjartahnoð.

Börnin bjarga

Í nóvember fóru krakkarnir í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði á unglingastigi í verklegar æfingar þar sem þau æfðu þessi viðbrögð og framkvæmdu hjartahnoð á æfingadúkkum. Við kennsluna í 9. og 10. bekk fengum þau aðstoð sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði fjarðabyggðar og fengu krakkarnir að skoða sjúkrabílinn að lokinni fræðslu.

Frétta og viðburðayfirlit