mobile navigation trigger mobile search trigger
11.02.2022

Breytingar á almenningssamgöngum í Fjarðabyggð 14. febrúar 2022

Mánudaginn 14. febrúar verða breytingar á tímatöflum almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Um er að ræða breytingar á einni ferð á leið 1A (Neskaupstaður – Fáskrúðsfjörður) og síðan talsverðar breytingar á báðum leggjum á leið 2, sem meðal annars fela í sér að þrjár ferðir á dag verða fastar ferðir og pöntunarþjónusta fellur niður á þeim ferðum.  

Breytingar á almenningssamgöngum í Fjarðabyggð 14. febrúar 2022

Breytingar á Leið 2: Þrjár ferðir á leið 2 sem verið hafa í pöntunarþjónustu færast yfir í fastar ferðir. Fyrsta ferð dagsins frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar verður föst ferð. Ekki þarf lengur að panta í hana og það sama gildir um fyrstu ferð að morgni frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þá verður ferð frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur kl. 16:55 að fastri ferð. Aðrar ferðir á leið 2 verða áfram háðar pöntun með sömu skilmálum og verið hefur

Með þessum breytingum er ætlunin að bæta þjónustu og sérstaklega að bæta tengingar á milli leiðar 1 og leiðar 2. Talsverð notkun hefur verið á fyrstu ferð morgunsins frá Breiðdalsvík og ferð að loknum vinnudegi frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Því var talið rétt að festa þær ferðir og afnema pöntunarþjónustu. Með því að breyta tímasetningum er reynt að bæta enn frekar tengingar á milli leiðanna og gera fólki kleift að sækja vinnu og þjónustu þvert á sveitarfélagið.

Breytt tímatafla frá 14.febrúar 2022.

Frétta og viðburðayfirlit