mobile navigation trigger mobile search trigger
09.12.2020

Breytingar á sóttvörnum taka gildi 10. desember

Heilbrigðisráðherra kynnti í gær nýja breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem taka gildi þann 10. desember. Breytingarnar eru varfærnar, en þær má kynna sér nánar á vef stjórnarráðsins með því að smella hér.

Breytingar á sóttvörnum taka gildi 10. desember

Helstu breytingar eru þessar:

  • Börn: Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar.
  • Verslanir: Allar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns
  • Íþróttastarf: Æfingar valinna hópa heimilar og afreksmanna (sjá hér) https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/09/COVID-19-Tilslakanir-vegna-ithrottastarfs/

Óbreytt

  • Fjöldatakmörkun: miðast áfram við 10 manns en með ákveðnum undantekningum
  • Grímuskylda áfram með þeim fyrirmælum sem hafa verið í gild með ákveðnum undantekningum í breyttum reglum.

Þessar breytingar munu hafa einhver áhrif á starfsemi Fjarðabyggðar. Tilkynningar hafa verið settar inn á heimasíðu Fjarðabyggðar en þær eru þessar helstar.

  • Sundlaugar Fjarðabyggðar verða opnar skv. auglýstum opnunartíma frá og með 10. desember og geta tekið á móti 50% af leyfilegu fjölda. Athugið að Líkamsræktarstöðvar verða lokað áfram vegna sóttvarna, og munu verða þar til sóttvarnarreglum verður breytt. Nánari tilkynningu má finna hér.
  • Starfsemi leik-, grunn- og tónskóla mun verða aðlöguð breyttum reglum, grímuskylda og fjarlægðarmörk milli nemenda mun því falla úr gildi. Áfram er þó skólum hólfaskipt vegna sóttvarna starfsfólks. Nánari tilkynningu má finna hér.
  • Vegna hólfaskiptingar í húsnæðum grunnskóla í Fjarðabyggð munu bókasöfn Fjarðabyggðar verða lokuð enn um sinn. Nánari tilkynningu má finna hér.
  • Íbúar eru áfram hvattir til að nýta sér rafrænar lausnir í samskiptum sínum við sveitarfélagið sé þess nokkur kostur. 

Ítrustu sóttvarna mun áfram verða gætt í allri starfsemi Fjarðabyggðar og áhersla lögð á sótthreinsun snertiflata og virðingu fyrir fjarlægðarmörkum. Íbúar eru hvattir til að kynna sér nýja tilskipun á vef stjórnarráðsins eða www.covid.is. Gert ráð fyrir að sú reglugerð sem kynnt var í gær gildi til og með 12. janúar 2021.

Ef til breytinga á sóttvarnarráðstöfunum kemur, hvort sem er til rýmkunar eða þrengingar, sem munu hafa áhrif á þjónustu Fjarðabyggðar mun það verða kynnt á vefnum

Frétta og viðburðayfirlit