mobile navigation trigger mobile search trigger
13.10.2023

Er ljósleysi í þínu hverfi? Komum ábendingum um ljósleysi strax í réttan farveg

Eitthvað hefur verið um ljósleysi í upphafi hausts sem vill verða þegar stýring ljósa er keyrð af stað á ný eftir bjarta sumarmánuði. Bilanir koma upp vikulega, stundum í heilu götunum og það hversu lengi ljósleysið varir fer eftir umfangi bilunnar en allt kapp er lagt á að koma lýsingu á á nýjan leik eins fljótt og unnt er.
Allar ábendingar varðandi ljósleysi eru vel þegnar ínní ábendingagáttina og þar munu þeim vera komið í réttan farveg.
Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Fjarðabyggðar.
Gott er að tiltaka við hvaða götu/hverfi ljósleysið er og einnig ef hægt, að setja inn númer ljósastaurs. 

Frétta og viðburðayfirlit