Breytingin felst í því að hlutverkum reita ÍB-202 (íbúðarbyggð norðan Dalbrautar) og AF-200 (tjaldsvæði) er víxlað. Þannig myndast betri samfella í byggðinni og sneitt er hjá lítilsháttar hættu sem byggð norðan Dalbrautar kann að stafa af ofanflóðum.
16.09.2025
Fjarðabyggð kynnir á vinnslustigi tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 á Eskifirði.

Að auki er auðveldara að byggja á flötum áreyrum en í hallanum við hlíðarfótinn.
Óskað er eftir því að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar kynni sér tillöguna og komi á framfæri ábendingum um það sem hafa þarf í huga við fullvinnslu tillögunnar. Gögn er að finna í skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is mál nr. 942/2025 og á vef sveitarfélagsins. Ábendingum skal skila í skipulagsgátt í síðasta lagi þann 14.10.2025.