mobile navigation trigger mobile search trigger
10.07.2022

Frönsk ungmenni minnast látinna franskra sjómanna

Þrjú frönsk ungmenni; Theo, Eva og Lucas frá Dunkerque, hafa verið á ferð um landið hjólandi síðustu daga. Þau lögðu upphaflega af stað með seglskútunni Anne í byrjun júlí. Tilgangur ferðar þeirra er að feta í fótspor franskra sjómanna sem stunduðu veiðar við Ísland og minnast þeirra 165 sjómanna sem fórust í hamfaraveðrinu 28. apríl 1888. Ferðin er hluti af verkefninu VATNA sem styrkir jafnframt ferðina.

Frönsk ungmenni minnast látinna franskra sjómanna

Þríeykið frá Dunkerque kom síðan á Fáskrúðsfjörð um klukkan 16:00 sunnudaginn 10. Júlí og hjólaði Berglind Agnarsdóttir með unga fólkinu síðasta spölinn. Franskur hópur sem var á sama tíma í heimsókn á safninu tók á móti löndum sínum ásamt safnkonunum Fjólu og Önnu. Svo skemmtilega vildi til að hópurinn flaug með sömu flugvél og ungmennin til Íslands. Birna og Bæring opnuðu hús sitt Kaupvang, þar sem ungmennin gista í nótt. Tekið var á móti þeim með ilmandi pönnsum en í kvöld mun Sumarlína bjóða þeim til kvöldverðar. Á morgun heimsækja þau Franska safnið, franska grafreitinn, L'Abri, Kolfreyju og fleiri staði.

Fleiri myndir:
Frönsk ungmenni minnast látinna franskra sjómanna
Frönsk ungmenni minnast látinna franskra sjómanna

Frétta og viðburðayfirlit