mobile navigation trigger mobile search trigger
10.02.2023

Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð

Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð og á Austurlandi. Íbúðirnar eru fimm talsins í raðhúsi að Búðarmel á Reyðarfirði. Það var byggingarfélagið Hrafnshóll sem sá um að byggja íbúðirnar. 

Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð
Frá afhendingu Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Einar Skúli Hjartarson byggingastjórri, Hjördís Helga Seljan forseti bæjarstjórnar, Snorri Styrkársson formaður stjórnar Brákar og Ómar Guðmundsson framkvæmdastjóri Hrafnshóla

Snorri Styrkársson formaður stjórnar Brákar íbúðafélags segir: „Þessar 5 íbúðir hér að Búðarmel á Reyðarfirði eru fyrstu íbúðir félagsins á Austurlandi en 22 íbúðir verða teknar í notkun Austurlandi og í heildina 32 íbúðir á landinu öllu á þessu ári.  Við í stjórn Brákar eru mjög stolt af þessu árangir sem félagið hefur náð á rétt tæpu ári frá stofnun félagsins.  Markmiðið félagsins er að tryggja leigumarkað íbúðarhúsnæðis um allt land með hagkvæmum byggingum fyrir tekju lægri hópa landsins.“

Brák íbúðafélag hses var stofnað í mars í fyrra og er markmiðið með stofnun þess að byggja og stuðla að auknu framboði hagkvæmra leiguíbúða á landsbyggðinni.  Íbúðir Brákar á Reyðarfirði eru byggðar samkvæmt lögum um almennar leiguíbúðir og njóta stofnframlaga frá ríki og Fjarðabyggð og eru ætlaðar fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.  Brák býður leigjendum sínum öryggi á leigumarkaði á hagstæðum leigukjörum.  Brák hefur samið við fjölskyldusvið Fjarðabyggðar um aðkomu að úthlutun íbúðanna til leigjenda.

Stofnaðilar Brákar eru 31 sveitarfélag víðs vegar af landinu og stendur stofnaðilum til boða að leggja almennar íbúðir á þeirra vegum inn í Brák. Það er margt í bígerð hjá Brák og um þessar mundir eru um 40 íbúðir í byggingu víðsvegar um landið. Má þar nefna byggingu á 4 íbúðum í Neskaupstað, 8 íbúðum á Seyðisfirði, 4 íbúðum á Bíldudal og 10 íbúðum á Egilsstöðum.

Íbúðirnar á Reyðarfirði eru fyrstu íbúðirnar sem voru afhentar Brák á Austurlandi og var það mikið fagnaðarefni þegar lyklarnir að íbúðunum voru afhentir.

Fleiri myndir:
Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð
Snorri Styrkársson og Ómar Guðmundsson
Brák íbúðafélag fékk afhentar í dag fyrstu íbúðirnar í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit