mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2023

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar útnefnd

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar var útnefnd í gær og var það Þórarinn Ómarsson blakari í Þrótti sem hlaut þann titil. Í umsögn íþrótta- og tómstundaráðnefndar um Þórarinn segir að þó mikið sé að ungu og efnilegu íþróttafólki í Fjarðabyggð þótti Þórarinn kallaður Tóti, standa upp úr sem góður íþróttamaður, liðsfélagi og fyrirmynd.

Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar útnefnd
Þórarinn Ómarsson íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2022

Þórarinn var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna þar sem hann var að spila leik með Þrótti, var það því Petra Lind Sigurðardóttir, formaður Þróttar sem tók við verðlaunum fyrir hans hönd.

Fjórir einstaklingar voru tilnefnd sem íþróttamanneskja Fjarðabyggðar og voru þau eftirfarandi:

Christa Björg Andrésdóttir frá ungmennafélaginu Austra fyrir fótbolta

Þórarinn Ómarsson frá Þrótti fyrir blak

Marteinn Már Sverrisson frá Leikni fyrir fótbolta

Kristín Embla Guðjónsdóttir frá Val fyrir glímu.

Íþrótta- og tómstundanefnd fékk tilnefningar frá íþróttafélögum Fjarðarbyggðar og valið var erfitt því margar góðar tilnefningar bárust. Þegar verið er að velja íþróttamanneskju Fjarðabyggðar, þá eru kallaðir til bæði aðal og varamenn íþrótta- og tómstundanefndar, þannig að 10 manns koma að kjörinu.

Einnig voru veitt Hvatningarverðlaun Fjarðabyggðar en þau eru veitt til að hvetja ungmenni á aldrinum 13- 15 ára til dáða í íþróttastarfi. Verðlaunin eru veitt þeim einstakling sem hefur sýnt mikinn áhuga á íþróttinni og verið með góða ástundun, hefur sýnt prúðmennsku innan og utan vallar auk þess að vera að vera frábær félagi og fyrirmynd annarra unglinga.

Tilnefningar fyrir hvatningarverðlaun Fjarðabyggðar voru eftirfarandi:

  • Sólveig Sigurjóna Hákonardótti, frá skíðadeild Þróttar
  • Ármann Snær Heimisson, frá Þrótti
  • Bergþóra Líf Heiðdísardóttir, frá Hrafnkeli Freysgoða fyrir körfubolta og Karate
  • Davíð Orri Valgeirsson, frá Austra fyrir fótbolta
  • Ásdís Olsen Eðvaldsdóttir, frá Austra fyrir fótbolta
  • Þórhallur Karl Ásmundsson, frá Val fyrir glímu
  • Elín Eik Guðjónsdóttir, frá Val fyrir glímu

Þau sem fengu hvatningarverðlaun Fjarðabyggðar að þessu sinni eru.

Davíð Orri Valgeirsson, en hann hefur sinnt fótboltaæfingum vel allt árið um kring af miklum metnaði. Hann mætir á alla leiki á Íslandsmóti og í þau mót sem fram fara. Hann er góð fyrirmynd innan og utan vallar. Hann er bæði hvetjandi og styðjandi. Aðstoðarþjálfari á Austraæfingum og hafa börn þar litið mikið upp til hans.  Hann æfir einnig Körfubolta með Hetti og var valinn í 40. Manna úrtakshóp í U15 landsliðið í körfu.

Elín Eik Guðjónsdóttir stundar glímuna af samviskusemi og ánægju. Hún er fyrirmynd utan vallar sem innan og þægileg í viðmóti og alltaf tilbúin að aðstoða aðra ef þarf. Hún stundar blak líka en þar sem það er ekki í boði á Reyðarfirði núna þá mætir hún þegar hún getur í Neskaupsstað. Einnig stundar hún Krakka fit sem er útgáfa af Crossfit sem og virk í félagslífinu. Hún situr í Ungmennaráði Fjarðabyggðar fyrir hönd UMF Vals.

Hún varð önnur í flokki 17 ára stúlkna þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára þegar hún var úti í keppnisferð í backhold á Englandi í júli á þessu ári. Hún er Íslandsmeistari í 14-15 ára flokki stúlkna og öðru sæti í flokki konur unglingar (+70)

Óskum við verðlaunahöfunum til hamingju með titilinn.

Fleiri myndir:
Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar útnefnd
Hjördís Helga Seljan forseti bæjarstjórnar, Petra Lind Sigurðardóttir, Elín Eik Guðjónsdóttir, Davíð Orri Valgeirsson og Arndís Bára Pétursdóttir, formaður íþrótta- og tómstundarnefndar

Frétta og viðburðayfirlit